Ég vil ÞJÓÐARÁTAK....

Ég bý nálægt miðbænum og geng eða hjóla oft um bæinn. Ég sá nokkrum sinnum hann Sveinbjörn Bjarkason og stundum var hann svo illa á sig kominn að ég var viss um að hann væri dáinn þegar að ég hætti að sjá hann, en svo birtist hann í sjónvarpinu og svona líka fínn og búin að fara í meðferð. Sjúkdómurinn alkahólismi er banvænn sjúkdómur og drepur fólk. Margir bera hann en fela, aðrir kalla þetta aumingjaskap ( ég hef gert það ) og biðst afsökunar á því, en að sjálfsögðu er þetta mjög alvarlegur sjúkdómur sem að við verðum að veita aðstoð við. Það á að vera til hús með 50 uppábúnum rúmum ,10 salernis og sturtuaðstaða, stór matsalur og hrein föt til skiptana og ráðgjöf fyrir þá sem að vilja fyrir þetta fólk. Rauðikrossinn ætti að geta eftirlátið okkur eitthvað af notuðum fötum sem að hann annars sendi til nauðstaddra erlendis. Það eru nefnilega líka til NAUÐSTADDIR hér á landi og við ættum að byrja á að hjálpa þeim. Það vill enginn vera svona veikur (margir segja að þessir rónar vilji þetta líf) en það er ekki satt. Sumir eru bara orðnir svo veikir að þeir vita ekki betur. 

Ekki mundum við úthýsa krabbameins veiku fólki já eða sykursjúkum einstaklingum eða neita því um aðstoð.Við mundum gera þjóðarátak til þess að hjálpa þeim.

Það eru til margir sem að mundu vilja vinna launalaust nokkra tíma í viku (ég er til) til þess að hjálpa og svo ætti ríkið að sjálfsögðu að reka þetta hús. Við eigum að skammast okkar og taka til hendinni til þess að hjálpa þeim sem að veikastir eru og búa á götum bæjarins. Það þurfa sumir að fara mörgum sinnum í meðferð (það síast alltaf eitthvað inn í kollin í hveri meðferð) en þá tekur við að halda sér frískum og þar ættum við líka að koma til hjálpar en ekki bara standa með hendur í vösum og segja þú verður sjálfur að bjarga þér. Þar þarf uppbyggingar hús og vinnu-kennsla og athvarf fyrir þá sem að ekkert eiga þangað til að fólkið er búið að koma sér upp aðstöðu sjálft.

GÓÐIR LANDSMENN OG ÞIÐ SEM AÐ ERUÐ SVO DUGLEG AÐ KOMA AF STAÐ ÞJÓÐARÁTAKI, EKKI BÍÐA LENGUR, GERUM EITTHVAÐ OG ÞAÐ STRAX... 


Við systurnar

Ég á þrjár yndislega systur og reynum við að hittast einu sinni í mánuði og gera eitthvað sniðugt saman. Við erum ólíkar en samt líkar. Elsta litla systir mín er mikill sjúklingur og það sem að hefur haldið í henni lífi er húmorinn. Hún hefur óendalega mikið af húmor og hlæjum við mikið þegar að við hittumst. Ekki gefst hún upp þótt að lífið geti verið stundum erfitt. Ég hef horft upp á hana nánast deyja nokkrum sinnum en hún kom alltaf til baka sem betur fer. Mér þykir afskaplega mikið vænt um hana og get ekki hugsað mér lífið án hennar. Hún er alltaf TIL fyrir mig og stappar í mig stálinu þegar á þarf. Það er svo skrítið hvað fólk getur kvartað og kveinað yfir engu, við ættum að skammast okkar og taka svona konur okkur til fyrirmyndar. Annars erum við allar systurnar mjög nánar og stöndum saman í nánast öllu. Af og til tökum við makana okkar með út að borða og hafa þeir lúmsk gaman af því að fylgjast með okkur hversu líkar en ólíkar við erum.

Svona vorum við


Rex, ég og þunglindið

Eins og margir vita þá fékk ég mér annan hund, hann Rex litla og sé ég ekki eftir því, þótt að hann veki mig mörgum sinnum á nóttu til þess að fara út að pissa, þótt hann dragi á eftir sér öll fötin mín sem að ég gleymdi að hengja upp og þótt að skórnir mínir séu uppáhalds staðurinn til þess að sofa á. Hann er svo mikið krútt fyndinn og góður. Ég á við þunglindi að stríða og er hann besta meðalið við því. Þegar að ég meika það ekki að takast á við daginn og vill liggja undir sæng þá kemur hann og sest fyrir framan mig og horfir þessum stóru brúnu augum og segir; ég þarf að fara út að pissa: þá bara verð ég að fara á fætur og út í göngutúr sama hvernig viðrar og mér líður alltaf betur á eftir. Að þurfa að hugsa um þennan litla einstakling gefur meira en vinnan er við hann, og veitir manni sálarró.

Við hjónin förum núna á hverju kvöldi í göngutúr og um helgar erum við miklu duglegri við að vera útivið. Eftir að Mafía mín dó lögðumst við í kör og nenntum ekki neinu. Rex litli hefur breitt því.

Hundaeigendur eru svo skemmtilegt fólk, það stoppar og spjallar við mann og ósjálfrátt  líður manni betur, þú ferð meira út og talar við fólk og ósjálfrátt hverfur tómleikatilfinningin, tilfinningin sem að við þunglyndu þekkjum. 

Ég held líka að fólk sem að er komið á eftirlaun og leiðist, ættu að fá sér hund. Ég geng oft framhjá dvalarheimili aldraða og þegar veðrið er gott situr fólk úti og undantekningarlaust lifnar yfir þeim þegar að Rex birtist. Þetta þögula fólk fer allt í einu að tala, það heldur svo  áfram að tala saman eftir að við erum búin að heilsa upp á það.

Hér er ég


Borgarstjóri í einn dag

Ef að ég fengi að ráða borginni í einn dag mundi ég láta taka Arnarhól algjörlega í gegn og breyta honum í fallegt útivistarsvæði.

Ég mundi vilja sjá stórt, fallegt jólatré með marglita ljósaseríu út í hólmanum á tjörninni og skautasvellið í kring að vetri til (um jólin)

Ég mundi láta mála yfir allt veggjakrot allstaðar og hreinsa veggi og efla verslun á Laugarvegi og Austurstræti.

Ég mundi láta sekta alla þá sem að gengu illa um og hentu rusli á götun, og finna góðan stað fyrir útigangafólk og hjálpa þeim.

Ég mundi vilja byrja á því að eyða fátækt á Íslandi áður en við förum að hjálpa fólki úti í heimi því að ef að allir tækju fyrst til hjá sér þá yrði fátæktin ekki svo mikil. Police


Mér finnst rigningin góð og París líka !!!

Mér finnst rigningin góð, eftir svona líka gott veður var alveg nauðsynlegt að fá rigningu og hreinsa loftið.

Ég var í París og þar var ágætt veður, rigning, sól, skýjað og svo aftur rigning en allt í lagi með það því að París er algjört æði.  Við sáum örugglega allt sem að er áhugaverðast í París. við fórum í:

Effelturninn, Sigurbogann, og út í LA Défens þorpið, í Louvre safnið, Notre Dame, Monte Marte kirkjuna í 5 skoðunar ferðir, á stórsýningu í Lídó, sigldum á Signu, skoðuðum mellugötuna, fórum í margar fallegar og gamlar kirkjur, skoðuðum Luxumborgar garðinn, í Pompidou safnið,og horfðum á götulistaleikara skemmta fólki, gengum um á Camps Elysees og sáum þá koma upp bekkjum og sólum fyrir endasprett á Tour de Franse og gengum okkur til óbóta. Auk þess notuðum við eingöngu Metró og erum viði spesijalistar á því sviði.

Ég set (myndband) brot að götuleik sem að við sáum og lak ég niður úr hlátri.

Það er dýrt í París, kaffi, coke og vatn er dýrara er áfengi þar. Heil flaska af hvítvíni eða Champein kosta jafn mikið og tvær coke þar.

Við elskum París og vörum við örugglega aftur þangað en þá til þess að slaka á, sérstaklega í Latínu og listamanna hverfinu.

DSC03631


Elín Hirst/fréttalestur

Er það bara ég eða finnst öðrum líka erfitt að hlusta á hana lesa fréttirnar? Mikið verð ég stressuð á að heyra í henni, hún stamar og les vitlaust. Eins og hún er nú góður fréttamaður þá ætti hún ekki að lesa upphátt, alla veganna ekki án gleraugna. En hún fær víst borgað fyrir þetta og þá verðum við víst að sætta okkur við hana.Frown

Læti frá Baðhúsi Lindu

Við sem að búum í nágreni baðhús Lindu í Brautarholti erum að verða brjáluð á hávaða frá þeim stað. Það er svo kallað port á bak við húsið og þar opna þau alla glugga(hlera sem að er neyðarútgangur) og hækka tónlistina í botn og eru svo líka með hljóðnema á sér og öskra í hann. Þessi kokteill kastast svo á milli húsanna og myndar gífurlegan hávaða svo að ekki er hægt að hafast við inni hjá sér. Það er alveg sama hvað við (sem að búum við þetta) kvörtum, næsta dag byrjar ballið aftur. Það er hótel á móti þeim Nóatúns megin og vorkenni ég gestunum sem að þar gista. Á laugardögum er mjög vinsælt hjá þeim að opna gluggana þeim megin.

Mér er skapi næst að biðja allar konur um að hætta að stunda leikfimi þar í mótmæli við okkur sem að þurfum að búa við þetta.

Þið sem að ekki trúið mér þá tók maðurinn minn  upp hávaðan, skoðið myndbandið.

Baðhúsháfaði

 

 


Gott veður á Akureyri

Ég var í nokkra daga á Akureyri og auðvita var gott veður þar. Ég held að ég hafi aldrei verið nema í góðu veðri á Akureyri. Við hjónin vorum þar með útlendinga (Eistlendinga, Letta, Norðmenn, Svía og Finna) og fórum með þá meðal annars til Mývatns. Þar sáum við furðulega sjón, míflugurnar voru í milljóntals strókum um allt, svartar súlur út um allt. Bílrúðan að framan var svo þakin að við sáum nánast ekki út um hana og engin vildi fara út að þrífa svo að við keyrðum þannig til baka til Akureyris. Gestir okkar spurðu hvort að veðrið væri alltaf svona gott (20 stiga hiti og sól) og auðvita jánkuðum við því. Eftir að hafa þurft að tala þrennskonar tungumál, vera með prógramm allan daginn og veislukvöldverði  er maður svo þreyttur, andlega þreyttur að ég sofnaði kl:8:00 um kvöldið sem að við komum heim og svaf í 12 tíma. Enn þetta var mjög gaman og gefandi.

Svo kemur maður hingað í rigninguna í Reykjavík og grái veruleikinn tekur við. Ég mætti í vinnuna kl:8:00 í morgun og hlakka mikið til þess að geta sótt Rex litla, Það geri ég þegar að þessari vinnu líkur.Cool


Rex og mamma hans

    Þetta er ég og mamma                        og svo bara ég  ;)IMG_0532IMG_0533

REX er mættur

Halló  ég heiti REX . Ég er Amerískur Cocker spaniel og er 8 vikna gamall.images American_cocker_Bradulace Sem sagt þá er ég eða við búin að fá okkur annan hund.

Tómleikinn  og sökknuðurinn af Mafíu var svo mikill að ég varð að fá annan vin inn á heimilið. Það kemur engin í staðin fyrir Mafíu mína, en Rex getur hjálpað mér að komast yfir það versta. Hann kemur ekki heim strax vegna þess að ég þarf að vinna mikið í nokkra daga og skreppa til Parísar en strax og það er búið kemur kóngurinn heim.

Er hann ekki SÆTUR??????'Smile

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband