Færsluflokkur: Bloggar

Mamma

Mamma er kona sem kemur manni í heiminn með mikilli fyrirhöfn. Hún fæðir mann og klæðir og veitir alla þá hlýju og ástúð sem lítið barn þarf á að halda.

Þegar maður eldist og ætti kannski að geta hugsað meira um sig sjálfa, til dæmis að laga til í herberginu sínu leyfir mamma það ekki því að hún er vön að hugsa vel um barnið sitt.

Mamma er alltaf með útréttan faðminn, hún hvetur mann áfram og hrósara og þegar á þarf að halda þerrar hún tárin og gleðst með manni þegar það er gaman að vera til.

Mamma segir alltaf eitthvað fallegt við mig þegar að við hittumst, eins og "mikið hefur þú grennst eða þú ert svo falleg" þótt svo að mér finnist annað sjálf.

Mamma er konan sem að elskar að elska börn sín.

EN EKKI MAMMA MÍN 


Blóðgjafar

Jæja góðir hálsar nú hefur Blóðbankinn flutt setur sínar í gamla skátahúsið að Snorrabraut og það er pláss fyrir alla þar sem að vilja gefa blóð.

Engin afsökun, bara að drífa sig og gefa blóð. Það vantar alltaf blóð og nýja blóðgafa.

Allir sem að eru orðnir 18 ára og eru heilsuhraustir mega gefa blóð.Heart


Ljótur Arnarhóll // Meiri gróður

Af hverju þarf Arnarhóll að vera svona ljótur? Af hverju má ekki flikka svolítið upp á hann? og af hverju þarf allt þetta gras í kringum eina styttu?
Nei ég bara spyr. Er ekki komin tími á að gera þennan marg umtalaða hól glæsilegan, með mikklu fleiri  bekkjum og ruslafötum, fallegri trjám og litríkum blómum? Það notar engin hólinn nema á 17.júní og 19. ágúst  þess á milli eru rónar bæjarins að sína sinn innri mann þarna og losa sig við annan úrgang og rusl, já og sofa þarna líka. Kanski á þetta bara að vera svona. Allavegana hefur ekkert verið gert síðan að Markús Örn Antonsson(þáverandi borgarstjóri) lét setja niður nokkrar plöntur í eitt hornið sem að maður sér ef að vel er að gáð.
Mig mundi langa til að sjá hólinn fara í EXTREAM MAKEOVER 

 

 


 
                                                                         


Y-ilon eða ekki Y-ilon

Ég hef ekki skrifað lengi af því að góð vinkona mín benti mér á að ég væri léleg í stafsetningu og að Y væru ekki á réttum stöðum. Auðvita sárnaði mér og fór í rit-bindindi, en svo ákvað ég að gera eitthvað í málunum og keypti mé ritvinnslu forrit svo að ef að ég skrifa núna einhverja vitleysu þá er það forritinu að kenna.Wink

Ég hef aldrei skilið þetta með Y, stundum er orðið dregið af einhverju ísl.orði(ég næ því) en stundum af erlendum orðum. Alveg er ég viss um að það eru margir þarna úti sem að eiga við sama vandamál og ég. Við ættum að stofna klúbb þar sem að það er allt í lagi að skrifa smá vitlaust. Núna er ég aftur mætt til leiks og verð alveg óstöðvandi í langan tíma en fyrst smá sólbað..............Cool

 


Enn og aftur miðbærinn

Ég man þá tíð er Austurstrætið var blómlegt og gaman að koma í bæinn. Sjálf vann ég með skólanum í Silla og Valda er stóð við Austurst.17  og margar góðar verslanir voru á þessum stað.

Af hverju er ekki hægt að byggja aftur upp þessa stemningu og sleppa að hafa þarna skemmtistaði sem að bara skilja eftir sig hlandmigur, glerbrot og annan viðbjóð. Ég get ekki séð neinn sjarma yfir því að ganga þarna um, á meðan landinn "sýnir sinn innri mann" aðalega á götum borgarinnar. Það er allt í lagi að hafa þarna hugguleg kaffihús en ekki nætur gaman,Wizard þá staði má flytja eitthvert annað.

Það er ótrúlegt hvað þetta fer í taugarnar á mér, þessi skýtugi miðbær.Undecided


Fátt er svo með öllu illt að ei boði gott ...

Stundum þarf slys til, til að eitthvað verði gert. Falleg hús brunnu í miðborginni og heitt vatn flóð um götur og torg. Er verið að segja okkur að nú sé komin tími á að taka til hjá okkur. Húsin í miðbænum eru ekki falleg nema þeim sé haldið við og laugarvegurinn var orðin ANSI skítugur. Kanski þurfa fleirri hús að brenna til þess að eitthvað verði gert í að viðhalda þeim.

Ég vona að núna verði miðbærinn (austurst. og Ingólfstorg) loksins tekin í gegn, og að við getum verið stolt yfir borginn okkar.

Laugarvegurinn þurfti og þarf á þvotti að halda, gerum eitthvað í þeim málum. Býðum ekki eftir fleirri slysum.


Sá Danski mættur

Kötturinn er farinn og sá danski mættur. Það versta við þann danska er að maður þarf að borða svo mikið, er rétt búin að kingja bitanum þegar að komin er tími á næstu máltíð. Að vísu er það mikið af grænmeti og ávöxtum (mér þykir það gott) en þetta virkar. Hef líka verið dugleg að hreyfa mig svo að þegar að ferðalögin mín byrja þá verð ég ómótstæðilega falleg. Er búin að bóka ferð til Barcelona í lok apríl(ætla að sjá leik með Eið)-viku í París í júlí og tveggja vikna ferð til Egyptalands í okt. Svo auðvita að ferðast um landið, ég sleppi því aldrei að ferðast um Ísland enda búin að sjá mikið af þessu fagra landi. Við ferðumst mjög mikið og þegar að Mafía mín var á lífi þá var hún á hundahótelinu  K9 í Keflavík, mjög gott hótel og vel hugsað um dýrin þar en það kostar sitt að eiga dýr. Stundum þurftum við að borga um 30 þús. fyrir hana svo að ferðalögin okkar voru ansi dýr. Þetta er það eina góða sem ég sé við það að eiga ekki lengur dýr, sparnaðurinn við pössun. Mig langar ótrúlega mikið í sólina núna. Ég bíð eftir að sumarið komi. Að vísu vorum við á Tenerife í jan. en vorum svo óheppin að veikjast bæði svo að ferðin var hálf slöpp, og svo ringdi líka í nokkra daga. Jæja Grays"anatomy er að fara að byrja.W00t

Kötturinn Betty

Við hjónin vorum beðin að passa litla kisu yfir hátíðarnar og héldum að það væri nú ekkert mál. Annað kom á daginn, við erum uppgefin og illa sofin. Kötturinn vill sofa uppí og (þæfa) á okkur andlitið, við megum helst ekki fara eitt frá henni hún eltir okkur um allt og vill bara það sem að við borðum en ekki þennan kattarmat. Svo er hún að fara úr hárum og það er allt orðið loðið hjá mér. Við ákváðum að loka inn til okkar á nóttinni en þá er hún ekki ánægð og ef að maður fer á WC um nóttina þá er hún mætt og vefur sér um fæturnar  á manni og í svefnrofanum fer ég í loftköstum upp í rúm og kötturinn líka. Hún var nefnd Bettý en veit greinilega ekki af því, því að hún hlýðir því nafni ekki. Ég kalla hana KISI og það kannast hún við eða kanski er hún ástfangin af mér því að hún kemur alltaf ef að ég hreyfi mig hið minsta.

En eins og sönnum barnapíum (kattarpíum) þá hugsum við mjög vel um hana, þetta er jú lítil sál.InLove

Gleðilega Páska allir bloggvinir mínir. 


Ofát og veislur

Eftir að hafa farið í hverja veisluna á fæti annari tók ég eftir því (í beinu frammhaldi) að raka stigið í fataskápnum mínum var ekki rétt, allur þessi fallegi fattnaður minn hafði hlaupið og orðin of þröngur.
Ég frétti að þetta hafði komið fyrir á nokkrum öðrum stöðum í borginni og margar konur já og menn höfðu hreynlega misst sig út af þessu.
Af hverju þarf fólk að vera að troða kökum og öðru góðgæti ofaní mann þegar að maður á síst von á því..ha?
Ég ættlaði ekkert að fá mér, hreynlega ekki neitt -ég sver það- en svo bara allt í einu var ég svo úttroðin að öryggisbeltið í bílnum mínum náði ekki utanum mig. Ég fór heim og lofaði mér og guði því að borða aldrei oftar neitt sem að væri sykur í, enn viti menn, sagan endur tók sig helgina eftir í næstu veislinni.
Nú segi ég stopp - hingað og ekki lengra - ekki fleirri veislur. Það ætti að banna (mér) svona veislur.
Ég ættla út að hjóla strax og það byrtir í fyrramálið og svo í ræktina í eftirmiddaginn og enda kvöldið á því að fara í göngutúr. Ég lofa öllum bloggvinum mínum því að setja engin sætindi ofan í mig í langan tíma-lofa því-lofaaaa

Munið að gefa blóð

Ekki gleyma að gefa blóð. Það vantar alltaf nýja blóðgjafa og það er aldrei til nóg að rauða dropanum svo farið strax í dag og gefið eða geris blóðgjafar.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband