Subway
26.2.2007 | 19:33
Ég ætlaði að fá mér einn lítin subway-bát í hádeginu með grænmeti en varð frá að hverfa því að grænmetið sem að átti að bjóða mér leit ekki vel út. Ég spurði hvort ekki væri til nýtt grænmeti og stúlkan fór að athuga það og kom með stóran poka af káli sem að var einnig gamalt og leit mjög illa út. Þá spurði ég hvort að subway auglýsti sig ekki með ferskt og nýtt álegg og hún játaði því og sagði að þetta væri nýtt, þá þakkaði ég fyrir og fór annað því að nýtt grænmeti hjá subway er (var ) ekki nýtt. Það þarf að skera niður grænmetið samdægurs ef að vel á að vera og finnst mér að subway ætti að vera á vaktinni með sinn mat.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.