VINIR og ekki vinir

Það kemur marg oft fyrir að maður upplifir sig sem kjána sérstaklega þegar þú ert innin um fólk sem að þér þykir vænt um og heldur að þetta séu þínir vinir. Þú heldur að viðhlæjendur séu að hlæja að þér enn fattar svo að það var verið að gera lítið úr þér, færð jafnvel þau svör: æi..greyið: og það felst hæðni í því. Þú tekur ósjálfrátt þátt í leiknum og heldur áfram að haga þér eina og kjáni og í hvert sinn sem að þú hittir ÞESSA vini endurtekur sagan sig, þú verður nervus og auðvita kemur allt öfugt út úr þér. Þetta eru EKKI VINIR ÞÍNIR, þetta fólk mundi gleyma þér um leið og einhver önnur skemmtilegri og eða fallegrti kæmir.Þeir tala illa um þig og setja útá um leið og þú snýrð við þeim baki. Þessir vinir spyrja þig aldrei um álit né leita ráða hjá mér.
ÞÚ HATAR SJÁLFAN ÞIG EFTIRÁ, AÐ HAFA LEYFT ÞÉR AÐ LÁTA ÞETTA FÓLK HAFA ÞESSI ÁHRIF Á ÞIG.

Hins vegar eru til VINIR sem að hlusta á þig og alveg sama hvað þú segir eða gerir, þá líður
þér vel, sama hvað kjánalegt það var sem að þú nú sagðir. Þú finnur hvaða álit þessir hafa á þér, þeir líta upp til þín og leita ráða hjá þér og þeir taka þér eins og þú ert, þeir munu sakkna þín mikið, það kæmi enginn í þinn stað.Þú mundir auðvita gera allt sem að þú gætir fyrir þessa vini. Innanum þetta fólk er allt í lagi að vera meður sjálfur, og verður ekki nerfus um að gera sig að fífli. Það er bara allt í lagi að vera stundum kjánalegur, það er enginn perfect. Þetta eru VINIR þínir og þeir þekkja þig með öllum þínum kostum og göllum.
ÞÚ ERT Í JAFNVÆGI OG LÍÐUR VEL EFTIR HEIMSÓKNINA.

Þetta snýst bara um það að láta ekki aðra hafa áhrif á sig og reyna að stjórna sér.
Mundu að vera góður við þá sem að þér þykir vænt um og hættu að umgangast hina, þeir munu hvort sem er ekki sakkna þín.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband