Skítug borg

Alveg er það óþolandi hvað allir þurfa að henda drasli út um allt og svo þetta veggja-krot upp um alla veggi. Mér finnst núorðið mjög leiðinlegt að fara niður í miðbæ, mér finnst Reykjavík vera orðin ansi skítug og subbuleg það er ekkert gert til þess að flykka upp á hana. Hús Héraðsdóms (sem er mikið í fréttum og fyrir augum allra lands manna) er hræðilega skítugt, það er sama veggja krotið á húsinu og var þar fyrir ári síðan. Sem sagt ekkert gert í málunum. Ég hélt að Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði að lifta grettis taki og þrífa borgina eða misskyldi ég þetta, átti bara að þrífa breiðholtið. Sjálf bý ég í Skipholtinu og þar er ekkert betra umhorfs, veggjakrot, engar götu ruslafötur, lélegar gangstéttar og drasl út um allt. Ég verð að segja að húsin við Laugarveg eru alveg að syngja sitt síðasta og findist mér að það ætti að skylda húseigendur (við þessa götu) að laga og mála hús sín ellega verði þau rifin. Mér er mjög annt um þessa borg og þess vegna er ég leið yfir því hvað ekkert er gert í þessum málum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þór Gunnarsson

Sammála þér. Laugavegurinn er ofsalega "sorry" svo dæmi sé tekið.

Ólafur Þór Gunnarsson, 20.3.2007 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband