Mafía
23.3.2007 | 20:06
Ég á fallegustu tík í heimi. Hún er af Doopermann kyni og er að verða 8 ára. Við gáfum henni nafnið Mafía, virðulegt nafn á virðulegum hundi. Hún er svo gáfuð og geðgóð að það er umtalað. Hún kann að segja ..mamma.. ég er ekki að íkja. Ég held stundum að hún sé mensk af því að hún er svo vitur, það er nóg fyrir mig að segja hlutina einu sinnum og hún kann það.
Í dag fengum við að vita að hún er með heilaæxli og er orðin ansi veik. Hún hvartar aldrei en læknirinn sagði hana vera með mikinn höfuðverk og gaf henni verkjalyf. Þetta er mikill sorgardagur fyrir okkur hjónin , já og okkur öll sem að þekkja Mafíu. Við verðum að fella hana fljótlega af tillitsemi við hana.
Hún er einhver sá besti vinur sem að ég hef átt og er ég strax farin að syrgja hana. Við í fjölskyldunni grátum í kór og dekrum við vinkonu okkar. Það verður erfitt þegar að dánrastundin rennur upp en af hreinni gæsku ætlum við ekki að hugsa um okkur heldu hana og fella hana fljótlega svo að hún kveljist ekki lengur.
Ég varð að deila þessu með ykkur blogg-vinum mínum því að mér líður svo illa, ég er svo sorgmædd.
Þetta er Mafía.
Athugasemdir
Já ég get tekið undir þetta.... hún Mafía er einstök og tel ég það vera hrein forréttindi að hafa fengið að kynnast henni. Ég og pabbi vorum að tala um það um daginn að það væri eins og að fá Lottóvinning að lenda á svona hundi. Það verður skrýtið fyrir stelpurnar mínar þegar hún fer því að Mafía hefur alltaf verið í þeirra lífi. Ég man þegar ég kom með Irenu heim af fæðingadeildinni og það var enn fósturfita á henni hvað Mafía breyttist. Allt í einu var hún (Mafía) orðin mamma og þurfti sko að passa þennan unga vel.
Ég mun heiðra minningu hennar alltaf og mun enginn hundur taka hennar stað, það er á hreinu.
Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, 23.3.2007 kl. 20:24
Oh :( elsku Óli, Linda og þið öll...voðalega er þetta sorglegt..ég sit hérna bara með tárin í augunum. Veit ekki hvað ég get sagt til að hughreysta ykkur. Stórt knús til ykkar allra.
Svanhildur (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 22:18
Elsku Linda og Óli...
Þetta eru sorglegar fréttir. Mafía er svo mikið yndi og fallegur hundur.. ég samhryggist ykkur... þetta er svo erfitt því að hún er orðin ein af fjölskyldunni. Kossar og knús frá mér....
Stella
Stella (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 23:44
Kæra bloggvinkona, ég samhryggist þér innilega yfir veikindum Mafíu.
Jenný Anna Baldursdóttir, 25.3.2007 kl. 12:19
Elsku Linda mín og Óli bróðir!!!
Hef gengið í gegnum þetta líka (eins og þið vitið) Nú er um að gera að hugsa ekki um ykkur eins og Linda segir HELDUR Mafíu og nú TREYSTIR hún á ykkur að láta hana ekki ganga í gegnum þennan sársauka og höfuðkvalir!! Munið líka hvað hún hefur haft það GOTT hjá ykkur og hvað allir hafa verið góðir við hana!! Hún má liggja við hliðina á Barry ef þið viljið!!! Þið vitið svo að við skiljum mæta vel hvernig ykkur líður!!! Hjördís (vinkona Mafíu)
Hjördís G. Thors (IP-tala skráð) 25.3.2007 kl. 13:06
Við þökkum ykkur öllum góðan hlýhug
Við erum búin að áhveða að á miðvikudagsmorgun verður hún felld. Við ætlum að fara í myndastudío á þriðjudagskvöldið og láta taka fallegar myndir af henni.
Miðvikudagurinn verður sá versti í okkar lífi.
Mafía-- Linda Róberts., 26.3.2007 kl. 15:04
Mafia er einhver skemmtilegasta og fallegasta tík sem til er. Hún á aðdáenda (Prins) sem elskar hana skilyrðislaust, hvort sem hún vill eða ekki. Við Grétar skiljum mjög vel hvað þið eruð að ganga í gegn um og einhverntíma verðum við í sömu stöðu. En Mafía má heldur ekki kveljast og hún er heppin að eiga "foreldra" sem hugsa fyrst og fremst um hennar hag.
Hennar verður sárt saknað!
Ingibjörg Gunnarsdóttir, 27.3.2007 kl. 10:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.