Tvöföld sorg

Ekki var það nóg að láta svæfa fallegastu og bestu tík í heimi heldur áhvað tengdafaðir minn að kveðja þetta jarðríki og fóru þau svona nokkurnveigin á sama tíma frá okkur. Þau voru góðir vinir og fóru aldrei neitt einsömul þess vegna var gott að þau gátu farið saman og kannað hið órannsakalega hinumegin. Við erum öll döpur í dag og er það með sönnu" SORGARDAGUTINN HINN MIKKLI"í dag.

Kanski er það bara betra að fá allt í einum pakka, kanski jafnar maður sig fyrr í staðinn.stelpur+Mafía í lit

Hérna er mynd af fjórum litlum gimsteinum sem að ég á og svo auðvita hún Mafía mín en þessi mynd var tekin í gærkveldi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þessi dagur er búinn að vera mjög erfiður.... Það hefur ekki verið auðvelt að kveðja hana Mafíu eftir þetta í morgun...

Þessi mynd er alveg dýrleg hún er svo sæt... gaman að eiga svona fallega mynd af öllum gullmolunum..

Ást og knús
Stella

Stella (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 15:49

2 Smámynd: Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir

Já þessi dagur er ekki búin að vera sérstakur. Stelpurnar mínar voru samt sammála um að það væri gott að Afi og Mafía væru nú saman að hitta Ömmu.

Myndirnar sem voru teknar í gær eru dýrlegar og gulls í gildi.

Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, 28.3.2007 kl. 22:45

3 identicon

Elsku Linda mín!! Hugsaðu þér hvað þið eruð rík!! Að eiga svona prinsessur!! Svona fallegar og heilbrigðar konur!!! Váá!!

Kveðja Hjördís:)

Hjördís G. Thors (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 10:09

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Kæra bloggvinkona ég samhryggist þér innilega.  Falleg mynd.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.3.2007 kl. 09:20

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ef við bara vissum hvað dauðinn er raunverulega..umbreyting í hið fegursta....leyfum þeim að fara í friði þangað sem bara ljós bíður og vonin lifir. Fékk að fylgja ömmu minni yfir....og það var það fallegasta sem ég hef upplifað. Allt sem var hér var blekking..sársaukinn og þjáningin voru bara hér en ekki þar. Bara líkn og náð. Vertu glöð og njóttu þess að vita að íverustaður þeirra sem þú elskar svo mikið er betri og fallegri en orð fá lýst. Fáður frið í hjartanu og vissu um að allt er gott

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 31.3.2007 kl. 00:40

6 Smámynd: Mafía-- Linda Róberts.

Ótrúlega á ég góða vini, þakka ykkur öllum falleg orð og huggun. Það hjálpar mikið að fá að deila með ykkur sorgum því að þið hughreystið okkur svo mikið og fallega. Takkkkk....

Mafía-- Linda Róberts., 31.3.2007 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband