Ofát og veislur

Eftir að hafa farið í hverja veisluna á fæti annari tók ég eftir því (í beinu frammhaldi) að raka stigið í fataskápnum mínum var ekki rétt, allur þessi fallegi fattnaður minn hafði hlaupið og orðin of þröngur.
Ég frétti að þetta hafði komið fyrir á nokkrum öðrum stöðum í borginni og margar konur já og menn höfðu hreynlega misst sig út af þessu.
Af hverju þarf fólk að vera að troða kökum og öðru góðgæti ofaní mann þegar að maður á síst von á því..ha?
Ég ættlaði ekkert að fá mér, hreynlega ekki neitt -ég sver það- en svo bara allt í einu var ég svo úttroðin að öryggisbeltið í bílnum mínum náði ekki utanum mig. Ég fór heim og lofaði mér og guði því að borða aldrei oftar neitt sem að væri sykur í, enn viti menn, sagan endur tók sig helgina eftir í næstu veislinni.
Nú segi ég stopp - hingað og ekki lengra - ekki fleirri veislur. Það ætti að banna (mér) svona veislur.
Ég ættla út að hjóla strax og það byrtir í fyrramálið og svo í ræktina í eftirmiddaginn og enda kvöldið á því að fara í göngutúr. Ég lofa öllum bloggvinum mínum því að setja engin sætindi ofan í mig í langan tíma-lofa því-lofaaaa

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mafía-- Linda Róberts.

Þú kannast líka við þetta - vandamálið er líka úti á landi

Mafía-- Linda Róberts., 1.4.2007 kl. 23:13

2 Smámynd: Hugarfluga

Þessi raki er vegna svepps í fataskápum og er kallaður fungus fatus minimus og er grasserandi í mínum fataskáp líka. Alveg óþolandi fjandi!!

Hugarfluga, 1.4.2007 kl. 23:13

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Rosalega hefur margt hlaupið hjá mér líka!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.4.2007 kl. 23:45

4 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Ég leysti þetta vandamál með því að eiga föt í þremur númerum. Nú vel ég bara stærðina eftir því hvernig rakastigið er í skápnum

Kolbrún Baldursdóttir, 2.4.2007 kl. 18:48

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já svona er þetta misjafnt, mitt rakastig virkar þannig að öll mín föt hafa stækkað!! Um það sem nemur ca. 35 kg.  Hm... vill einhver fá hann (skápinn) lánaðan gegn vægu gjaldi?.  Ekki fara of geyst í aðgerðir þannig vill fólk springa á limminu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.4.2007 kl. 20:37

6 identicon

Elsku Linda mín!!!Var það bara ég sem tók eftir að greinin er skrifuð 1. APRÍL ?????? Hahahahaha!!!    Manstu þegar þú sagðir að ég og Óli bróðir værum svona fólk sem frestuðum öllu??? (Tiltektir í húsinu og fara útí garð og klippa tré eða dunda í bátaskýlinu í staðinn fyrir að lesa fyrir próf !!) Nú bara notar þú það sem þú sagðist ALLTAF gera...... drífur þig af stað og klára verkefnið!!!!! Stend með þér í því!!!

Hjördís G. Thors (IP-tala skráð) 7.4.2007 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband