Kötturinn Betty

Við hjónin vorum beðin að passa litla kisu yfir hátíðarnar og héldum að það væri nú ekkert mál. Annað kom á daginn, við erum uppgefin og illa sofin. Kötturinn vill sofa uppí og (þæfa) á okkur andlitið, við megum helst ekki fara eitt frá henni hún eltir okkur um allt og vill bara það sem að við borðum en ekki þennan kattarmat. Svo er hún að fara úr hárum og það er allt orðið loðið hjá mér. Við ákváðum að loka inn til okkar á nóttinni en þá er hún ekki ánægð og ef að maður fer á WC um nóttina þá er hún mætt og vefur sér um fæturnar  á manni og í svefnrofanum fer ég í loftköstum upp í rúm og kötturinn líka. Hún var nefnd Bettý en veit greinilega ekki af því, því að hún hlýðir því nafni ekki. Ég kalla hana KISI og það kannast hún við eða kanski er hún ástfangin af mér því að hún kemur alltaf ef að ég hreyfi mig hið minsta.

En eins og sönnum barnapíum (kattarpíum) þá hugsum við mjög vel um hana, þetta er jú lítil sál.InLove

Gleðilega Páska allir bloggvinir mínir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Prófaðu að kæfa hana í gæsku ... kremja hana (ekki of fast) í faðmlagi þangað til hún gefst upp og flýr! Eltu hana þá og knúsaðu meira. Virkar vel á ketti og börn sem vilja athygli ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.4.2007 kl. 21:24

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Já, og GLEÐILEGA PÁSKA!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.4.2007 kl. 21:24

3 Smámynd: Hugarfluga

Gleðilega páska, kisulóra!!

Hugarfluga, 7.4.2007 kl. 23:27

4 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Sömuleiðis gleðilega páska

Guðmundur Ragnar Björnsson, 8.4.2007 kl. 09:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband