Sá Danski mættur

Kötturinn er farinn og sá danski mættur. Það versta við þann danska er að maður þarf að borða svo mikið, er rétt búin að kingja bitanum þegar að komin er tími á næstu máltíð. Að vísu er það mikið af grænmeti og ávöxtum (mér þykir það gott) en þetta virkar. Hef líka verið dugleg að hreyfa mig svo að þegar að ferðalögin mín byrja þá verð ég ómótstæðilega falleg. Er búin að bóka ferð til Barcelona í lok apríl(ætla að sjá leik með Eið)-viku í París í júlí og tveggja vikna ferð til Egyptalands í okt. Svo auðvita að ferðast um landið, ég sleppi því aldrei að ferðast um Ísland enda búin að sjá mikið af þessu fagra landi. Við ferðumst mjög mikið og þegar að Mafía mín var á lífi þá var hún á hundahótelinu  K9 í Keflavík, mjög gott hótel og vel hugsað um dýrin þar en það kostar sitt að eiga dýr. Stundum þurftum við að borga um 30 þús. fyrir hana svo að ferðalögin okkar voru ansi dýr. Þetta er það eina góða sem ég sé við það að eiga ekki lengur dýr, sparnaðurinn við pössun. Mig langar ótrúlega mikið í sólina núna. Ég bíð eftir að sumarið komi. Að vísu vorum við á Tenerife í jan. en vorum svo óheppin að veikjast bæði svo að ferðin var hálf slöpp, og svo ringdi líka í nokkra daga. Jæja Grays"anatomy er að fara að byrja.W00t

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Er ég blind eða kemur ekki fram hver sá "danski" er??? Mig fýsir að vita.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.4.2007 kl. 17:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband