Enn og aftur miðbærinn
21.4.2007 | 18:17
Ég man þá tíð er Austurstrætið var blómlegt og gaman að koma í bæinn. Sjálf vann ég með skólanum í Silla og Valda er stóð við Austurst.17 og margar góðar verslanir voru á þessum stað.
Af hverju er ekki hægt að byggja aftur upp þessa stemningu og sleppa að hafa þarna skemmtistaði sem að bara skilja eftir sig hlandmigur, glerbrot og annan viðbjóð. Ég get ekki séð neinn sjarma yfir því að ganga þarna um, á meðan landinn "sýnir sinn innri mann" aðalega á götum borgarinnar. Það er allt í lagi að hafa þarna hugguleg kaffihús en ekki nætur gaman, þá staði má flytja eitthvert annað.
Það er ótrúlegt hvað þetta fer í taugarnar á mér, þessi skýtugi miðbær.
Athugasemdir
'Eg er svo hjartanlega sammála þér. Vann fyrir mörgum árum í Eymundsson þegar apótekið var enn starfandi ásamt fullt af verslunum (ma Silli og Valdi) og þá var ótrúleg stemming þarna. Núna er þessi hluti bæjarins dauður nema nottla á nóttunni og kvöldin.
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.4.2007 kl. 19:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.