Y-ilon eða ekki Y-ilon
19.5.2007 | 15:27
Ég hef ekki skrifað lengi af því að góð vinkona mín benti mér á að ég væri léleg í stafsetningu og að Y væru ekki á réttum stöðum. Auðvita sárnaði mér og fór í rit-bindindi, en svo ákvað ég að gera eitthvað í málunum og keypti mé ritvinnslu forrit svo að ef að ég skrifa núna einhverja vitleysu þá er það forritinu að kenna.
Ég hef aldrei skilið þetta með Y, stundum er orðið dregið af einhverju ísl.orði(ég næ því) en stundum af erlendum orðum. Alveg er ég viss um að það eru margir þarna úti sem að eiga við sama vandamál og ég. Við ættum að stofna klúbb þar sem að það er allt í lagi að skrifa smá vitlaust. Núna er ég aftur mætt til leiks og verð alveg óstöðvandi í langan tíma en fyrst smá sólbað..............
Athugasemdir
Lynda mÝn!!!
Varstu ekki búin að frétta það.....??? Þú ert einasta manneskjan á Ýslandi sem á í erfIðleYkum með YYYYY !!! 'Áfram með smjörið!!! Auðvitað notarðu réttritunarforrit!!! En ekki hvað???? H
Hjördís G. Thors (IP-tala skráð) 19.5.2007 kl. 18:17
Jæja..........skrifa meira!!! Ég fer alltaf hringinn. Linda, Óli, Ingibjörg G., Stella og Guðrún Jó....... og fylgist með ykkur........Nú má fara að koma ný grein hjá þinni
kveðja...H:)
Hjördís G. Thors (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 17:11
Linda mín, fyrirgefðu þessa gagnrýni .....En það var líka vandamál með ennin .....he he he vinkonan
Hildur R. (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 15:58
Hildur mín ég er alveg að ná þessu elskan.............
Mafía-- Linda Róberts., 1.6.2007 kl. 23:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.