Mamma
2.6.2007 | 18:39
Mamma er kona sem kemur manni í heiminn með mikilli fyrirhöfn. Hún fæðir mann og klæðir og veitir alla þá hlýju og ástúð sem lítið barn þarf á að halda.
Þegar maður eldist og ætti kannski að geta hugsað meira um sig sjálfa, til dæmis að laga til í herberginu sínu leyfir mamma það ekki því að hún er vön að hugsa vel um barnið sitt.
Mamma er alltaf með útréttan faðminn, hún hvetur mann áfram og hrósara og þegar á þarf að halda þerrar hún tárin og gleðst með manni þegar það er gaman að vera til.
Mamma segir alltaf eitthvað fallegt við mig þegar að við hittumst, eins og "mikið hefur þú grennst eða þú ert svo falleg" þótt svo að mér finnist annað sjálf.
Mamma er konan sem að elskar að elska börn sín.
EN EKKI MAMMA MÍN
Athugasemdir
Þessi mamma sem þú lýsir er ekki viðlits verð þegar á reynir. Börnin hennar hafa fengið allt frá henni sem hún hefur getað veitt þeim en aldrei er allt nægilegt... Mamma er kona sem elskar börnin sín, þrátt fyrir allt...
Guðrún Magnea Helgadóttir, 2.6.2007 kl. 19:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.