Læti frá Baðhúsi Lindu

Við sem að búum í nágreni baðhús Lindu í Brautarholti erum að verða brjáluð á hávaða frá þeim stað. Það er svo kallað port á bak við húsið og þar opna þau alla glugga(hlera sem að er neyðarútgangur) og hækka tónlistina í botn og eru svo líka með hljóðnema á sér og öskra í hann. Þessi kokteill kastast svo á milli húsanna og myndar gífurlegan hávaða svo að ekki er hægt að hafast við inni hjá sér. Það er alveg sama hvað við (sem að búum við þetta) kvörtum, næsta dag byrjar ballið aftur. Það er hótel á móti þeim Nóatúns megin og vorkenni ég gestunum sem að þar gista. Á laugardögum er mjög vinsælt hjá þeim að opna gluggana þeim megin.

Mér er skapi næst að biðja allar konur um að hætta að stunda leikfimi þar í mótmæli við okkur sem að þurfum að búa við þetta.

Þið sem að ekki trúið mér þá tók maðurinn minn  upp hávaðan, skoðið myndbandið.

Baðhúsháfaði

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Trúi þér bara vel, vann í næst-næsta húsi í 2 ár og með svalir út að ópunum. Fór reyndar líka í skemmtilega tíma, en það verður sennilega að vera kostur á annarri loftræstingu en opnum gluggum og svaladyrum þar sem ópin berast um nágrennið.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 25.6.2007 kl. 00:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband