Mér finnst rigningin góð og París líka !!!
21.7.2007 | 12:56
Mér finnst rigningin góð, eftir svona líka gott veður var alveg nauðsynlegt að fá rigningu og hreinsa loftið.
Ég var í París og þar var ágætt veður, rigning, sól, skýjað og svo aftur rigning en allt í lagi með það því að París er algjört æði. Við sáum örugglega allt sem að er áhugaverðast í París. við fórum í:
Effelturninn, Sigurbogann, og út í LA Défens þorpið, í Louvre safnið, Notre Dame, Monte Marte kirkjuna í 5 skoðunar ferðir, á stórsýningu í Lídó, sigldum á Signu, skoðuðum mellugötuna, fórum í margar fallegar og gamlar kirkjur, skoðuðum Luxumborgar garðinn, í Pompidou safnið,og horfðum á götulistaleikara skemmta fólki, gengum um á Camps Elysees og sáum þá koma upp bekkjum og sólum fyrir endasprett á Tour de Franse og gengum okkur til óbóta. Auk þess notuðum við eingöngu Metró og erum viði spesijalistar á því sviði.
Ég set (myndband) brot að götuleik sem að við sáum og lak ég niður úr hlátri.
Það er dýrt í París, kaffi, coke og vatn er dýrara er áfengi þar. Heil flaska af hvítvíni eða Champein kosta jafn mikið og tvær coke þar.
Við elskum París og vörum við örugglega aftur þangað en þá til þess að slaka á, sérstaklega í Latínu og listamanna hverfinu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.