Rex, ég og þunglindið
25.7.2007 | 11:09
Eins og margir vita þá fékk ég mér annan hund, hann Rex litla og sé ég ekki eftir því, þótt að hann veki mig mörgum sinnum á nóttu til þess að fara út að pissa, þótt hann dragi á eftir sér öll fötin mín sem að ég gleymdi að hengja upp og þótt að skórnir mínir séu uppáhalds staðurinn til þess að sofa á. Hann er svo mikið krútt fyndinn og góður. Ég á við þunglindi að stríða og er hann besta meðalið við því. Þegar að ég meika það ekki að takast á við daginn og vill liggja undir sæng þá kemur hann og sest fyrir framan mig og horfir þessum stóru brúnu augum og segir; ég þarf að fara út að pissa: þá bara verð ég að fara á fætur og út í göngutúr sama hvernig viðrar og mér líður alltaf betur á eftir. Að þurfa að hugsa um þennan litla einstakling gefur meira en vinnan er við hann, og veitir manni sálarró.
Við hjónin förum núna á hverju kvöldi í göngutúr og um helgar erum við miklu duglegri við að vera útivið. Eftir að Mafía mín dó lögðumst við í kör og nenntum ekki neinu. Rex litli hefur breitt því.
Hundaeigendur eru svo skemmtilegt fólk, það stoppar og spjallar við mann og ósjálfrátt líður manni betur, þú ferð meira út og talar við fólk og ósjálfrátt hverfur tómleikatilfinningin, tilfinningin sem að við þunglyndu þekkjum.
Ég held líka að fólk sem að er komið á eftirlaun og leiðist, ættu að fá sér hund. Ég geng oft framhjá dvalarheimili aldraða og þegar veðrið er gott situr fólk úti og undantekningarlaust lifnar yfir þeim þegar að Rex birtist. Þetta þögula fólk fer allt í einu að tala, það heldur svo áfram að tala saman eftir að við erum búin að heilsa upp á það.
Athugasemdir
Yndislegur sannleikur þetta Linda mín. Það er alltaf hægt að gera eitthvað jákvætt úr því neikvæða. :-)
Agla syss (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 11:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.