Við systurnar

Ég á þrjár yndislega systur og reynum við að hittast einu sinni í mánuði og gera eitthvað sniðugt saman. Við erum ólíkar en samt líkar. Elsta litla systir mín er mikill sjúklingur og það sem að hefur haldið í henni lífi er húmorinn. Hún hefur óendalega mikið af húmor og hlæjum við mikið þegar að við hittumst. Ekki gefst hún upp þótt að lífið geti verið stundum erfitt. Ég hef horft upp á hana nánast deyja nokkrum sinnum en hún kom alltaf til baka sem betur fer. Mér þykir afskaplega mikið vænt um hana og get ekki hugsað mér lífið án hennar. Hún er alltaf TIL fyrir mig og stappar í mig stálinu þegar á þarf. Það er svo skrítið hvað fólk getur kvartað og kveinað yfir engu, við ættum að skammast okkar og taka svona konur okkur til fyrirmyndar. Annars erum við allar systurnar mjög nánar og stöndum saman í nánast öllu. Af og til tökum við makana okkar með út að borða og hafa þeir lúmsk gaman af því að fylgjast með okkur hversu líkar en ólíkar við erum.

Svona vorum við


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Ég er eitthvað yngir en þú en ólst upp í Hófgerði 26 og man vel eftir Öglu og yngsta bróður þínum- og að sjálfsögðu mömmu þinni og pabba.Svo vinn ég með Helenu (frænku/dóttur?) þinni hjá Umferðarstofu.....

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 26.7.2007 kl. 18:41

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Mér finnst mikill lúxus að tilheyra þriggja systra setti, þótt við séum aldar uppi í þremur mismunandi fjölskyldum þá erum við orðnar mjög samrýmdar í seinni tíð, og það er svo fyndið að horfa á ljóshært afbrigði af sjálfri sér, sama fótinn innskeifan, geggjaða lofthræðslu okkar allra (ekki eru ÞAÐ uppeldisáhrif) og samt erum við á margan hátt talsvert ólíkar. Hætti aldrei að njóta þess að fylgjast með margbreytilegum systrasettum, og svo þegar á reynir þá hlýtur að vera gott að eiga hinar systurnar, til dæmis fyrir þína elstu systur, ég er sannfærð um að hún nýtur þess að vera með ykkur. 

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 26.7.2007 kl. 22:25

3 identicon

Ég á eina systur og hún er svo flott og vel af Guði gerð að það þurfti ekki fleiri  af þeirri sort hjá okkur!!! Svo höfum við "ættleitt" eina, en það þarf ýmsa góða eiginleika til að teljast "gildur limur" (eins og maður segir á færeyisku) í þeim hópi!!!

Hjördís G. Thors (IP-tala skráð) 27.7.2007 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband