Ég vil ÞJÓÐARÁTAK....
27.7.2007 | 14:55
Ég bý nálægt miðbænum og geng eða hjóla oft um bæinn. Ég sá nokkrum sinnum hann Sveinbjörn Bjarkason og stundum var hann svo illa á sig kominn að ég var viss um að hann væri dáinn þegar að ég hætti að sjá hann, en svo birtist hann í sjónvarpinu og svona líka fínn og búin að fara í meðferð. Sjúkdómurinn alkahólismi er banvænn sjúkdómur og drepur fólk. Margir bera hann en fela, aðrir kalla þetta aumingjaskap ( ég hef gert það ) og biðst afsökunar á því, en að sjálfsögðu er þetta mjög alvarlegur sjúkdómur sem að við verðum að veita aðstoð við. Það á að vera til hús með 50 uppábúnum rúmum ,10 salernis og sturtuaðstaða, stór matsalur og hrein föt til skiptana og ráðgjöf fyrir þá sem að vilja fyrir þetta fólk. Rauðikrossinn ætti að geta eftirlátið okkur eitthvað af notuðum fötum sem að hann annars sendi til nauðstaddra erlendis. Það eru nefnilega líka til NAUÐSTADDIR hér á landi og við ættum að byrja á að hjálpa þeim. Það vill enginn vera svona veikur (margir segja að þessir rónar vilji þetta líf) en það er ekki satt. Sumir eru bara orðnir svo veikir að þeir vita ekki betur.
Ekki mundum við úthýsa krabbameins veiku fólki já eða sykursjúkum einstaklingum eða neita því um aðstoð.Við mundum gera þjóðarátak til þess að hjálpa þeim.
Það eru til margir sem að mundu vilja vinna launalaust nokkra tíma í viku (ég er til) til þess að hjálpa og svo ætti ríkið að sjálfsögðu að reka þetta hús. Við eigum að skammast okkar og taka til hendinni til þess að hjálpa þeim sem að veikastir eru og búa á götum bæjarins. Það þurfa sumir að fara mörgum sinnum í meðferð (það síast alltaf eitthvað inn í kollin í hveri meðferð) en þá tekur við að halda sér frískum og þar ættum við líka að koma til hjálpar en ekki bara standa með hendur í vösum og segja þú verður sjálfur að bjarga þér. Þar þarf uppbyggingar hús og vinnu-kennsla og athvarf fyrir þá sem að ekkert eiga þangað til að fólkið er búið að koma sér upp aðstöðu sjálft.
GÓÐIR LANDSMENN OG ÞIÐ SEM AÐ ERUÐ SVO DUGLEG AÐ KOMA AF STAÐ ÞJÓÐARÁTAKI, EKKI BÍÐA LENGUR, GERUM EITTHVAÐ OG ÞAÐ STRAX...
Athugasemdir
Gott mál - sammála þessu...... Vil samt benda á að Rauði krossinn notar 70% af fjármunum sínum til hjálparstarfa á Íslandi. Það fara bara 30% til útlanda....... Og svo vantar alltaf sjálfboðaliða hjá RKÍ.......
Ingibjörg Gunnarsdóttir, 28.7.2007 kl. 14:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.