Hávaði frá verktökum
9.8.2007 | 19:23
Það er verið að byggja nýtt hús á gömlum grunni við hliðina á mínu húsi eða alveg upp við veggina hjá mér. Það er borað og brotið, hamrað og hent til hlutum svo að allt nötrar inni hjá mér. Ég get ekki tala í síma eða hlustað á TV. nema að hækka allt í botn. Er komin með krónískan höfuðverk og hundurinn þorir ekki út á svalir út af dynkjum og látum. Hver er minn réttur? Ég er búin að fara og segja þeim að taka tillit til mín en þeir(verktakarnir) segjast mega vera að til kl:22:00
Er þetta rétt? er ekkert tillit tekið til nágrannan? ef að einhver veit betur þarna úti þá endilega láttu mig vita.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.