Ný vinna
21.8.2007 | 18:54
Er byrjuð að vinna aftur á nýjum stað og er að læra eitthvað sem að ég hef aldrei gert áður. Guð minn góður hvað það er erfitt að meðtaka allar þessar nýju upplýsingar. Ég er viss um að það er ekkert nema bómull í hausnum á mér, ég geri ekkert annað en að spyrja konuna sem að er að kenna mér :hverær náðir þú þessu og hvað varstu lengi að læra þetta?: Svo verður maður svo þreyttur á eftir að það er engin vegur að sofna um kvöldið, það er verið að reyna að muna allt sem að maður lærði þann daginn. Ef að það eru einhverjar stafsetningar villur hjá mér þá er það ekki mér að kanna, heilinn er í hlutlausum núna.
Athugasemdir
Til hamingju með vinnuna Linda mín...... Maður er eins og skopparakringla fyrstu dagana í nýrri vinnu og stressast yfir að vita ekki ALLT.....STRAX!!! Svo lagast það smátt og smátt......held líka að miðaldra konur séu verstar í þessu...... við gefum okkur ENGAN sjens.... og erum nokkuð dómharðar við okkur sjálfar!!! ???? Notaðu orð Gunna Más: TEIKITÍSÍ KÚLIT!!!!!
Hjördís G. Thors (IP-tala skráð) 22.8.2007 kl. 10:01
Hæ.
Til hamingju með vinnuna aftur, það er frábært fyrir þig vera komin með vinnu
Kv; Hugrún
Hugrún Bjarnadóttir, 24.8.2007 kl. 18:26
Til hamingju með starfið elsku syss ,gott að hafa ´nóg að gera :-)Blesssselskannn:-)
Agla Syss (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 09:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.