Verslunin B.Laxdal
1.9.2007 | 21:07
Ég var að leita mér að vetrakápu og fór víða. Allstaðar var afgreiðslan frekar léleg og enginn nennti að sinna mér þótt að lítið hafi verið að gera í búðunum. Svo endaði ég í B.Laxdal og þar fékk ég mjög góða afgreiðslu. Ég hafði að vísu verslað þar tvisvar áður og alltaf fengið góða þjónustu. Konurnar þar nenna að sinna kúnnunum og vilja allt fyrir mann gera. Kápurnar þar eru mjög flottar enda kosta þær líka mikið en mér er alveg sama, ég vil frekar borga aðeins meira og fá góða flík og góða þjónustu. Og svo datt mér í hug að spyrja hvort að ég fengi ekki afslátt af því að þetta væri jú þriðja kápan sem að keypti hjá þeim og viti menn ég fékk það og það ríflega. Ég mæli eindregið með þessari verslun, maður fær góðar flíkur þarna og elskulegt viðmót.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.