Haustið komið ?
2.9.2007 | 21:38
1.sept. er alltaf í uppáhaldi hjá mér. Ég veit ekki af hverju það er. Við stórfjölskyldan sem sagt foreldrar mínir, systur og makar vorum vön að halda upp á 1 spes eins og við kölluðum það og fórum jafnvel út á land á Hótel og eitthvað fínt út að borða, en nú er það hætt og eru margar ástæður fyrir því.
1.sept 1976 fluttum við út til Svíþjóðar og þann morgun var allt frosið fast. Við þurftum að skafa af bílnum og það var hálka á Reykjanesbrautinni en þegar við komum til Svíþjóðar var 27 stiga hiti og sól. Í gær var ekki frost heldur milt og að vísu rakt veður en dagurinn í dag var mjög fallegur og hlýr og ekki hægt að merkja neitt haust þótt svo að það sér með réttu komið.
Ég er mjög hrifin að september, mér finnst hann svo sjarmerandi með alla þessa fallegur liti í náttúrunni og myrkur á kvöldin. Svo get ég líka sagt að í næsta mánuði fer ég til Egiptalands (ég hlakka svo til að fara) þá er tíminn miklu fljótari að líða.
Ég er hætt að vera svona rosa þreytt vegna vinnunar og er bara næstum því búin að læra allt sem að ég þurfti að læra. Það voru sem sagt ekki allar heilafrumurnar dánar eins og ég hélt fyrst og er ég bara frekar montin með mig þessa dagana, enda lífið bara frábært.
Athugasemdir
Linda mín.....þetta er SVO gömul mynd af ykkur Óla að það er komin HRAÐBRAUT þarna sem þið standið!!! Hahahahaha!!!! Jafnvel Ráðhús eða Tivoli!!! H:)
Hjördís G. Thors (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 12:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.