Gömlu hjónin
4.9.2007 | 19:09
Þar sem að ég stóð við gluggann í vinnunni með kaffi bollann í hendinni og horfði út í rokið mikla í morgun sá ég þar gömul hjón koma akandi og var hann greinilega að keyra sína. Hún gat ekki opnað hurðina vegna veðurs. Hann vippar sér út og ætlar að hjálpa sinni en réði ekki við rokið svo að hann fauk og dinglaði þarna haldandi sér í húninn. Hún vissi ekki hvað hafði orðið af honum því að hún sá hann ekki. Hún reynir að opna hurðina og svisss...... hurðin fauk upp og hún næstum því með, nema náði að halda sér í öryggisbeltið svo að þarna dingluðu gömlu hjónin eins og fánar í roki, og ég pissaði á mig við gluggann.
Ég meina hvað er fólk að gera út í svona veður ??
Athugasemdir
Æ,æ,æ,æ,æ,........ Þau voru sennilega að fara til læknis Linda mín!!!! Vissu ekki að það myndi fjúka í þau......vissu ekki heldur að einhver skrýtin kona með kaffibolla var að horfa á þau og að pissa á sig þarna inni!!! H:)
Hjördís G. Thors (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 10:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.