Vangaveltur um vorið

Ég er búin að vera úti við síðustu þrjá dagana að taka til í garðinum, hjóla um bæinn, viðra hundinn og fara í langa göngutúra. Ég mundi segja að vorið væri komið eða hvað?

Ég er dugleg að mæta í leikfimina og ætla að hjóla í vinnuna um leið og búið er að sópa gangstéttirnar, þannig hindra ég því að verða veik. Margir sem að ég þekki eru búnir að vera veikir (með flensunna) og liggja lengi í því, fá jafnvel lungnabólgu og fullorðið fólk fær svo svæsna eyrnabólgu að það sefur ekki á næturnar.

Jú, ég held bara að vorið sé alveg að koma og að pabbi minn geti farið að fara úr öllum úlpunum.

314812


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband