Allt er gott

Ég var vakin snemma í morgun við það að sólin skein inn um gluggann minn og fuglar sungu í heiði. Hvað er betra en það? Eftir að hafa lesið moggann og drukkið gott kaffi sem að húsbóndinn bjó til( hann er meistari í að búa til kaffi) fórum við hjónin að þvo bílinn. Synir okkar komu þangað og ég þreif bíl yngri sonar míns í leiðinni á meðan hann var að spjalla við föður sinn og bróður. Auðvita var  farið í bíltúr á hreina bílnum en haldið svo heim því að hungrið sagði til sín.

Óli minn fór út að hjóla(mótor-hjóla) í þessu góða veðri en ég skellti mér í fótasnyrtingu og ljós. Ég fer í ljós af læknisfræðilegum ástæðum. Ég mæli með Blua lagoon spa í Glæsibæ þar sem Hreyfing er til húsa. Við erum þar í leikfimi og förum alltaf í sjópottinn eftir æfingar, þar slökum við ærlega á og komum nedurnýuð heim á eftir. Snyrtistofan er frábær og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi þar.

Guðrún mín hringdi frá U.S.A(Las Vegas) og sagði að þetta væri eins og að vera í bíómynd. Hún er á Feneyjar hótelinu og var að koma úr þyrlu flugi yfir borgina. Sagðist vera sólbrunnin frá"Hell"en það væri allt í lagi af því að allt annað væri svo æðislegt. Ég bað hana að passa sig á spilakössunum en hún sagðist ekki langa í þá eftir að hafa séð hvað fólk væri veikt. það var byrjað að spila kl:10 um morguninn. Hlakka til að sjá v-myndir hjá henni af ferðinni.

sætust


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband