Uppselt til Thailands

Þeir sem að höfðu áhuga á að fara til Thailands um næstu jól eru að verða of seinir að fá flugmiða þangað, það er allt orðið uppselt um jólin. Við hjónin ákváðum að bjóða allri fjölskyldunni eitthvert út um jólin og Thailand varð fyrir valinu. Við héldum að það þyrfti ekki að panta strax farið. Ég fór svona í rólegheitum að kanna hvað þetta kostaði okkur og þá fékk ég þessi svör" allt uppselt um jólin"Ég og Guðrún mín fengum sjokk og settum allt í gang. Leituðum að fari á öllum sviðum og létum gera tilboð hingað og þangað og á endanum fannst far út þann 11. janúar og við urðum að svara því innan 72 tíma annars yrði það selt. Auðvita tókum við því og allir gátu andað léttara. Ég vildi bara deila þessu með ykkur ef að einhver væri í sömu hugleiðingum og við.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Varstu vælandi og skjælandi af því að það var uppselt á Tælandi??  Hefði varla verið við þig mælandi!!!! En nú er allt ílagi!!

Hjordis G Thors (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband