Esjuganga
20.6.2008 | 12:33
Nú er það ákveðið að öll stórfjölskyldan ætlar á Esjuna á laugardaginn með nesti og allt. Það var lítil dama sem að kom með þá ósk að gaman væri að fara upp á stóra, bláa fjallið og kannski að reyna að sjá hvar jólasveinarnir ættu heima. Ég held að allir Asíu-fararnir ætli að mæta og verður dagurinn tekinn í þetta. Gott að hafa sunnudaginn til hvíldar eftir svona göngu. Nú svo er líka Jónsmessunæturgaman allstaðar og álfar og tröll koma fram úr fylgsnum sínum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.