Græðgin drap okkur

Græðgin í þessum útrása- aumingjum var svo gengdarlaus að það eru ekki til nokkur orð yfir það. Þeir borguðu sér tugmilljóna á mánuði í laun, skuldsettu svo allt saman og flúðu land þegar allt fór á hausinn. Flúðu land með allan peninginn sinn og lifa góðu lífi erlendis. Þykjast hafa einhverja samvisku en því trúi ég ekki. (þá hefðu þeir ekki gert svonalagað) Það er ættlast til að við fólkið í landinu borgum þeirra skuldir en ekkert er gert í því að ná í þessa gaura og taka af þeim eignirnar upp í skuldir og sækja þá til saka. Nei, við eigum bara að vera góð við hvort annað og standa saman. Við erum góð við hvort annað og Íslendingar standa alltaf saman, eins og það hafi eitthvað breyst ???

Ég er reið, ofsa reið og mér finnst ríkisstjórnin koma fram við okkur eins og hálfvita. Ef að þeir segðu og sýndu okkur að þeir væru að vinna í málunum,og reyna að ná í þessa asna þá mundi heyrast anna hljóð í fólkinu í landinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þeir fóru illa með okkur, Það ætti að kæra þá fyrir landráð

Guðrún (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband