Tónleikar

Tónleikarnir á Laugardalsvellinum voru hreint frábærir og vandaðir í alla staði nema lokaatriðið. Hljómsveitin Stuðmenn báru ekki nafn með rentu, þeir voru hreint út sagt LÉLEGIR . Allir hinir sem að komu fram gerðu sitt besta en ekki Stuðmenn. Ég hef verið mikill aðdáandi Stuðmanna í gegnum árin en þarna grófu þeir sína gröf sjálfir og ættu að skammast sín og hætta. Mér sýndist Björgvini H. heldur ekki vera skemmt. 

Tónleikarnir á Klambratúni voru góðir og gaman að sjá aftur gömul andlit. Hljómsveitin Mannakorn hefur engu gleymt og Ellen er alltaf jafn sæt. Það var yndislegt að sjá heilu fjölskyldurnar sitja úti  á teppi með létta drykki og kertaljós og njóta góðra tónlistar í góðu veðri. Það var áberandi hvað var mikil kyrrð og góður andi yfir öllu. Þarna voru vagnabörn og upp í 90 ára að skemmta sér saman. MEIRA AF ÞESSU TAKK. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

En Stuðmenn spiluðu þó sjálfir. Ekki var hægt að kalla allt á Laugardagsvelli tónleika. Munur er á hljómsveit á sviði og lélegu karóki og eftirlíkingum. Stuðmenn eru orginal. Persónulega fannst mér þeir komast vel frá  þessu þótt ekki hafi kannski allir haft gaman af þessu Kraftwerk-þema þeirra.

Heidi Strand, 19.8.2007 kl. 15:24

2 identicon

Hvað var þetta með Stuðmenn??? Það var eins og enginn þeirra hefðu talað saman í mánuð eða svo og sorglegt að sjá feitubolluna hann Björgin Halldórssonn í Skotapilsi!!! Hvað var nú það???? Hélt ég ætti ekki eftir að upplifa það að fá FÍFLAHROLL við það að hlusta á Stuðmenn......þeir bara MISSTU ÞAÐ ALGJÖRLEGA  þarna....... Sorglegt að horfa á svonalagað gerast hjá svona flinkum mönnum!!!

Hjördís G. Thors (IP-tala skráð) 19.8.2007 kl. 17:17

3 Smámynd: Ólafur Þór Gunnarsson

Stuðmenn án Valgeirs eru eins og fiskar á þurru landi.

Í Alvöru talað! 

Ólafur Þór Gunnarsson, 20.8.2007 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband