Færsluflokkur: Bloggar

EKKI VERSLA Í HAGKAUPUM NÉ BÓNUS

Kæru landar mínir, ég hvet ykkur alla til þess að standa nú einu sinni saman og hætta að versla í þessum verslunum. Strykjum ekki þá sem að áttu þátt í því að setja landið á hausinn og vilja eignast okkur með húð og hári. Nú er nóg komið og sínum það í verki.

Land með engu lofti

"Hefur þú séð land með engu lofti" spurði ég systur mína OFT þegar ég var lítil en engin hafið séð það. Ég er búin að finna það. Það er Ísland, Ísland í dag er land með engu lofti....

Kaupum Íslenskt fyrir jólin

Þeir sem að hafa efni á því að gefa jólagjafir í ár, vil ég eindregið hvetja til þess að kaupa íslenskt. Íslenskan varning, Íslenska hönnun, Íslenskar bækur og svo fr. Hvetjum alla til þess að versla bara það sem að er framleitt hér á landi.  GetLost

Hann var frábær útifundur á Austurvelli í dag. Ég komst ekki sjálf en hlustaði á hann í Útvarpinu og var og var  

sammála mörgu sem að þar kom fram. En auðvita þurftu nokkrir asnar að haga sér eins og fífl og saurga Alþingishúsið, eins og það hafi einhver áhrif. Höldum áfram að mæta og  vonandi verður hlustað á okkur á endanum. Hver veit 

 


Kryppa

Óli litli mætti í leikskólann á mánudeginum og fóstran spurði krakkana hvað þau höfðu nú gert skemmtilegt um helgina. Óli svaraði um hæl og sagði "við fórum ekki í bíó" nú sagði fóstran og afhverju fóru þið ekki í bíó Óli minn. Jú sko það er komin kryppa, og þá er ekki hægt að fara í bíó. Grin

Ertu gjaldþrota?

3.ára stúlkubarn bað mömmu sína um að kaupa handa sér snúð þegar að mamman var að kaupa brauð. Nei sagði mamman og aftur bað stelpan um snúðinn, nei og aftur nei ég á ekki til pening í svona vitleysu sagði mamman. Þá sagði sú litla "hvað, ertu gjaldþrota" LoL

Spaugstofan var ekkert spaug

Spaugstofumenn voru frábærir í kvöl. Þeir sína landanum hvernig farið er með okkur af auðkýfingum og ríkisstjórn landsins. Svona er Ísland í dag Bandit

Forsetinn og Jón Ásgeir

Nú hlýtur Forseti Íslands að vera ánægður með vin sinn Jón Ásgeir, hann rétti Jóni fjölmiðlana á silfurfati með því að skrifa ekki undir fjölmiðlalögin á sínum tíma. Þessi maður kemst upp með allt og engin segir neitt. Bráðum verður Jón forseti og á okkur öll en þá flyt ég úr landi.

Græðgin drap okkur

Græðgin í þessum útrása- aumingjum var svo gengdarlaus að það eru ekki til nokkur orð yfir það. Þeir borguðu sér tugmilljóna á mánuði í laun, skuldsettu svo allt saman og flúðu land þegar allt fór á hausinn. Flúðu land með allan peninginn sinn og lifa góðu lífi erlendis. Þykjast hafa einhverja samvisku en því trúi ég ekki. (þá hefðu þeir ekki gert svonalagað) Það er ættlast til að við fólkið í landinu borgum þeirra skuldir en ekkert er gert í því að ná í þessa gaura og taka af þeim eignirnar upp í skuldir og sækja þá til saka. Nei, við eigum bara að vera góð við hvort annað og standa saman. Við erum góð við hvort annað og Íslendingar standa alltaf saman, eins og það hafi eitthvað breyst ???

Ég er reið, ofsa reið og mér finnst ríkisstjórnin koma fram við okkur eins og hálfvita. Ef að þeir segðu og sýndu okkur að þeir væru að vinna í málunum,og reyna að ná í þessa asna þá mundi heyrast anna hljóð í fólkinu í landinu.


Mætum öll og mótmælum

Ég ætla að fara og mótmæla á laugardaginn eins og margir aðrir hafa gert undanfarið. Við verðum að standa saman, ef ekki núna þá aldrei.Angry

Jahérnamig

Nú er það hart, maður má ekki gamdla með peninga annarra og fólk verður að fara að selja þyrlurnar sínar. Það hlýtur að vera komin kryppa

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband