Færsluflokkur: Bloggar
Mafía Íslands
4.11.2008 | 13:22
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég og skuldir mínar
4.11.2008 | 12:41
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Esjuganga
20.6.2008 | 12:33
Nú er það ákveðið að öll stórfjölskyldan ætlar á Esjuna á laugardaginn með nesti og allt. Það var lítil dama sem að kom með þá ósk að gaman væri að fara upp á stóra, bláa fjallið og kannski að reyna að sjá hvar jólasveinarnir ættu heima. Ég held að allir Asíu-fararnir ætli að mæta og verður dagurinn tekinn í þetta. Gott að hafa sunnudaginn til hvíldar eftir svona göngu. Nú svo er líka Jónsmessunæturgaman allstaðar og álfar og tröll koma fram úr fylgsnum sínum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Flott Borg
19.6.2008 | 12:46
Nú ef ég ánægð með hvað vel hefur tekist til við að þrífa og mála í miðbænum. Það er eins og allir séu samstilltir um það að hafa fínt hjá sér. Það eru allir að dytta að og laga. ÞIÐ SEM AÐ EIGIÐ ÞAÐ SKILIÐ FÁ HRÓS FRÁ MÉR. Ég bara vona að þetta haldist eitthvað svo að borgin verði ekki aftur ljót eins og hún var orðin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Uppselt til Thailands
28.4.2008 | 10:37
Þeir sem að höfðu áhuga á að fara til Thailands um næstu jól eru að verða of seinir að fá flugmiða þangað, það er allt orðið uppselt um jólin. Við hjónin ákváðum að bjóða allri fjölskyldunni eitthvert út um jólin og Thailand varð fyrir valinu. Við héldum að það þyrfti ekki að panta strax farið. Ég fór svona í rólegheitum að kanna hvað þetta kostaði okkur og þá fékk ég þessi svör" allt uppselt um jólin"Ég og Guðrún mín fengum sjokk og settum allt í gang. Leituðum að fari á öllum sviðum og létum gera tilboð hingað og þangað og á endanum fannst far út þann 11. janúar og við urðum að svara því innan 72 tíma annars yrði það selt. Auðvita tókum við því og allir gátu andað léttara. Ég vildi bara deila þessu með ykkur ef að einhver væri í sömu hugleiðingum og við.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Allt er gott
26.4.2008 | 18:05
Ég var vakin snemma í morgun við það að sólin skein inn um gluggann minn og fuglar sungu í heiði. Hvað er betra en það? Eftir að hafa lesið moggann og drukkið gott kaffi sem að húsbóndinn bjó til( hann er meistari í að búa til kaffi) fórum við hjónin að þvo bílinn. Synir okkar komu þangað og ég þreif bíl yngri sonar míns í leiðinni á meðan hann var að spjalla við föður sinn og bróður. Auðvita var farið í bíltúr á hreina bílnum en haldið svo heim því að hungrið sagði til sín.
Óli minn fór út að hjóla(mótor-hjóla) í þessu góða veðri en ég skellti mér í fótasnyrtingu og ljós. Ég fer í ljós af læknisfræðilegum ástæðum. Ég mæli með Blua lagoon spa í Glæsibæ þar sem Hreyfing er til húsa. Við erum þar í leikfimi og förum alltaf í sjópottinn eftir æfingar, þar slökum við ærlega á og komum nedurnýuð heim á eftir. Snyrtistofan er frábær og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi þar.
Guðrún mín hringdi frá U.S.A(Las Vegas) og sagði að þetta væri eins og að vera í bíómynd. Hún er á Feneyjar hótelinu og var að koma úr þyrlu flugi yfir borgina. Sagðist vera sólbrunnin frá"Hell"en það væri allt í lagi af því að allt annað væri svo æðislegt. Ég bað hana að passa sig á spilakössunum en hún sagðist ekki langa í þá eftir að hafa séð hvað fólk væri veikt. það var byrjað að spila kl:10 um morguninn. Hlakka til að sjá v-myndir hjá henni af ferðinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
This is my life
25.4.2008 | 11:39
Mikið finnst mér lagið með Bubba og Birni Jörundi skemmtilega illa sungið. Samt er eitthvað við það sem gerir það að verkum að mig langar til þess að heyra það aftur og aftur. Og alveg er ég sammála öllum um að Eyþór hin ungi sé afar góður söngvari. Mér finnst líka lagið okkar This is my life komið í fínt form og er nokkuð viss um að það komist upp úr undanúrslitarkeppninni, myndbandið við lagið finnst mér svona la,la,- ég skil það ekki alveg.
Úlrik Ólason var góður maður. Hann lést fyrir aldur fram og er hans sárt saknað. Hann var kórstjórnandi minn í nokkur ár og fórum við félagarnir í kórnum í margar skemmtilegar ferðir með honum. Við náðum vel saman. Mér finnst mikill missir af honum.
Nú finnst mér komið nóg þetta með aðgerðir vörubílstjóranna. Þegar að ofbeldi ræður ríkjum þá á að hætta, enda held ég að það hafist ekkert upp úr þessum mótmælum. Þetta er farið úr böndunum. Ég studdi þá fyrst en geri það ekki lengur.
Svei mér þá, ég held bara að borgin mín sé loksins að verða fín aftur. Ég bara vona að það verið svo um ókomin ár.
Bloggar | Breytt 26.4.2008 kl. 17:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Vangaveltur um vorið
5.4.2008 | 19:33
Ég er búin að vera úti við síðustu þrjá dagana að taka til í garðinum, hjóla um bæinn, viðra hundinn og fara í langa göngutúra. Ég mundi segja að vorið væri komið eða hvað?
Ég er dugleg að mæta í leikfimina og ætla að hjóla í vinnuna um leið og búið er að sópa gangstéttirnar, þannig hindra ég því að verða veik. Margir sem að ég þekki eru búnir að vera veikir (með flensunna) og liggja lengi í því, fá jafnvel lungnabólgu og fullorðið fólk fær svo svæsna eyrnabólgu að það sefur ekki á næturnar.
Jú, ég held bara að vorið sé alveg að koma og að pabbi minn geti farið að fara úr öllum úlpunum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Af hverju skítug borg????
29.3.2008 | 17:06
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gamli "góði "Villi
9.2.2008 | 18:53
Ég hef kosið Sjálfstæðisflokkinn frá upphafi og staðið með honum en núna verð ég að segja að ekki er ég stolt af mínum mönnum í borgarstjórn. Ef að það sé rétt að Villi sé svo góðurþá ætti hann að segja af sér og það strax svo að við sjálfstæðismenn eigum einhverja von í komandi kosningum.
Okkur vantar góða og sterka manneskju í forystu. Mér finnst engin af þessum krökkum þess virði að kjósa þau aftur. Það er allt of mikill skrípaleikur í gangi þarna niður í Ráðhúsi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)