Sandkassaleikur

Hver skyldi nú stjórna borginni á meðan að starfsfólk ráðhússins er í sandkassaleik? Enda er borgin alveg hræðilega ömurlega skítug og ljót. Brunarústir og hálfniðurrifin hús, veggjakrot út um allt og drasl. Nei það er betra að vera í valdabaráttu og láta okkur skattgreiðendur borga brúsann. Hvað kostar það okkur þessi skrípaleikur?

Var ekki búið að selja húsin við Laugarveg og málið var dautt. Þurfum við nú að fara að borga háar upphæðir í skaðabætur af því að einhverjum datt allt í einu í hug að gaman væri að friða þessar fúnu spýtur. Mátti ekki ath. það áður en selt var. Persónulega finnst mér að Laugarvegurinn og bærinn í kring ætti að vera í gamla stílnum með láreistum og sætum húsum, en við þurfum ekki að friða allt. Það má bara byggja í gamla stílnum (miklu ódýrara fyrir alla)

Hvenær á svo að klára þetta mál með brunarústirnar á Lækjartorgi????? og hvað kostar það nú okkur??

HÆTTIÐ ÞESSUM SANDASSALEIK OG FARIÐ AÐ VINNA VINNUNA YKKAR Angry


88 dagar til jóla....

Það eru 88 dagar til jóla og ég er ekki byrjuð að gera neitt. Á eftir að baka og kaupa allar jólagjafirnar og þrífa húsið og mála vegginn og ........ ég vildi bara hrella ykkur aðeins.

Nei, í mínum huga er sumarið rétt að enda, samt er ég að fara að brúnka mér eins og konan sagði og lagðist í sólbað. Við förum rétt bráðum til Egiptalands og komum brún og afslöppuð til baka og tökum á móti jólunum með bros á vör.Hér verður ekkert stress fyrir jólin.


Heilsufæði

Ég las í blaði frá heilsuhúsinu sem að fylgdi Mogganum í síðustu viku um "Ber" sem að hafa verið til í margar aldir og að munkar ætu þau og dýrkuðu. Eins og þið öll vitið eru þessir munkar þarna í útlöndum ansi gamlir, ja allt upp í 100 og eitthvað ára, bara af því að þeir borða þessi ber (ég man ekki í augnablikinu hvað þau heita) Nú auðvita varð ég að prófa þetta líka og viti menn þau eru alveg frábær. Gott að nota sem snakk og verða 100 og eitthvað ára gömul í leiðinni. Ég narta í þau þegar að Sigga sykursæta ber að dyrum. Í leiðinni fann ég þessar líka frábæru gulrætur ífrænt ræktaðar auðvita og allt. Mér finnst gulrætur ekkert sérstaklega góðar, ekki einu sinni þessar litlu" baby gulrætur" sem að allir eru með æði fyrir, en þessar eru sætar og djúsi. Ég fer með poka á dag og langa ekkert í nammi á meðan enda með fullan munn af gulrótum. Þessar gulrætur eru frá gróðrarstöðinni Hæðarenda og fást að ég held bara í heilsuhúsinu. Prófið þær og þið munið ekki verða fyrir vonbrigðum.Blush Ég er að verða eins á litin og þessi.

Gömlu hjónin

LoL Þar sem að ég stóð við gluggann í vinnunni með kaffi bollann í hendinni og horfði út í rokið mikla í morgun sá ég þar gömul hjón koma akandi og var hann greinilega að keyra sína. Hún gat ekki opnað hurðina vegna veðurs. Hann vippar sér út og ætlar að hjálpa sinni en réði ekki við rokið svo að hann fauk og dinglaði þarna haldandi sér í húninn. Hún vissi ekki hvað hafði orðið af honum því að hún sá hann ekki. Hún reynir að opna hurðina og svisss...... hurðin fauk upp og hún næstum því með, nema náði að halda sér í öryggisbeltið svo að þarna dingluðu gömlu hjónin eins og fánar í roki,  og ég pissaði á mig við gluggann.

Ég meina hvað er fólk að gera út í svona veður ?? 


Haustið komið ?

1.sept. er alltaf í uppáhaldi hjá mér. Ég veit ekki af hverju það er. Við stórfjölskyldan sem sagt foreldrar mínir, systur og makar vorum vön að halda upp á 1 spes eins og við kölluðum það og fórum jafnvel út á land á Hótel og eitthvað fínt út að borða, en nú er það hætt og eru margar ástæður fyrir því.

1.sept 1976 fluttum við út til Svíþjóðar og þann morgun var allt frosið fast. Við þurftum að skafa af bílnum og það var hálka á Reykjanesbrautinni en þegar við komum til Svíþjóðar var 27 stiga hiti og sól. Í gær var ekki frost heldur milt og að vísu rakt veður en dagurinn í dag var mjög fallegur og hlýr og ekki hægt að merkja neitt haust þótt svo að það sér með réttu komið.

Ég er mjög hrifin að september, mér finnst hann svo sjarmerandi með alla þessa fallegur liti í náttúrunni og myrkur á kvöldin. Svo get ég líka sagt að í næsta mánuði fer ég til Egiptalands (ég hlakka svo til að fara) þá er tíminn miklu fljótari að líða.

Ég er hætt að vera svona rosa þreytt vegna vinnunar og er bara næstum því búin að læra allt sem að ég þurfti að læra. Það voru sem sagt ekki allar heilafrumurnar dánar eins og ég hélt fyrst og er ég bara frekar montin með mig þessa dagana, enda lífið bara frábært. 

Við í Skrúðgarði


Verslunin B.Laxdal

Ég var að leita mér að vetrakápu og fór víða. Allstaðar var afgreiðslan frekar léleg og enginn nennti að sinna mér þótt að lítið hafi verið að gera í búðunum. Svo endaði ég í B.Laxdal og þar fékk ég mjög góða afgreiðslu. Ég hafði að vísu verslað þar tvisvar áður og alltaf fengið góða þjónustu. Konurnar þar nenna að sinna kúnnunum og vilja allt fyrir mann gera. Kápurnar þar eru mjög flottar enda kosta þær líka mikið en mér er alveg sama, ég vil frekar borga aðeins meira og fá góða flík og góða þjónustu. Og svo datt mér í hug að spyrja hvort að ég fengi ekki afslátt af því að þetta væri jú þriðja kápan sem að keypti hjá þeim og viti menn ég fékk það og það ríflega. Ég mæli eindregið með þessari verslun, maður fær góðar flíkur þarna og elskulegt viðmót. Grin

Ný vinna

Er byrjuð að vinna aftur á nýjum stað og er að læra eitthvað sem að ég hef aldrei gert áður. Guð minn góður hvað það er erfitt að meðtaka allar þessar nýju upplýsingar. Ég er viss um að það er ekkert nema bómull í hausnum á mér, ég geri ekkert annað en að spyrja konuna sem að er að kenna mér :hverær náðir þú þessu og hvað varstu lengi að læra þetta?: Svo verður maður svo þreyttur á eftir að það er engin vegur að sofna um kvöldið, það er verið að reyna að muna allt sem að maður lærði þann daginn. Ef að það eru einhverjar stafsetningar villur hjá mér þá er það ekki mér að kanna, heilinn er í hlutlausum núna. Shocking Sideways Sleeping

Tónleikar

Tónleikarnir á Laugardalsvellinum voru hreint frábærir og vandaðir í alla staði nema lokaatriðið. Hljómsveitin Stuðmenn báru ekki nafn með rentu, þeir voru hreint út sagt LÉLEGIR . Allir hinir sem að komu fram gerðu sitt besta en ekki Stuðmenn. Ég hef verið mikill aðdáandi Stuðmanna í gegnum árin en þarna grófu þeir sína gröf sjálfir og ættu að skammast sín og hætta. Mér sýndist Björgvini H. heldur ekki vera skemmt. 

Tónleikarnir á Klambratúni voru góðir og gaman að sjá aftur gömul andlit. Hljómsveitin Mannakorn hefur engu gleymt og Ellen er alltaf jafn sæt. Það var yndislegt að sjá heilu fjölskyldurnar sitja úti  á teppi með létta drykki og kertaljós og njóta góðra tónlistar í góðu veðri. Það var áberandi hvað var mikil kyrrð og góður andi yfir öllu. Þarna voru vagnabörn og upp í 90 ára að skemmta sér saman. MEIRA AF ÞESSU TAKK. 


Hávaði frá verktökum

Það er verið að byggja nýtt hús á gömlum grunni við hliðina á mínu húsi eða alveg upp við veggina hjá mér. Það er borað og brotið, hamrað og hent til hlutum svo að allt nötrar inni hjá mér. Ég get ekki tala í síma eða hlustað á TV. nema að hækka allt í botn. Er komin með krónískan höfuðverk og hundurinn þorir ekki út á svalir út af dynkjum og látum. Hver er minn réttur? Ég er búin að fara og segja þeim að taka tillit til mín en þeir(verktakarnir) segjast mega vera að til kl:22:00 

Er þetta rétt? er ekkert tillit tekið til nágrannan? ef að einhver veit betur  þarna úti þá endilega láttu mig vita. 


Hreinskilni/siðblinda

Vinkona mín er að tala um siðblint fólk og siðblindu almennt en hvað þá um hreinskilni. Að vera hreinskilin telja margir að sé gott en þar er ég ekki sammá. Það er kúnst að vera hreinskilin. þú hefur ekki leyfi til að segja þína skoðun og vera hreinskilin ef að það særir viðkomandi. Sérstaklega ef að viðkomandi hefur ekki spurt þig álits. Enn ef að viðkomandi spyr þig álits getur þú sagt t.d. mér finnst... eða ég mundi gera... ...Allt of margir segja sína skoðun og eftir situr særður einstaklingur. Ef að þú villt vera nastí skaltu vera hreinskilin og láta alla heyra það óumbeðin.  GetLost

Stundum er betra að segja ekki neitt en ef að maður er spurður getur maður bara sagt: veistu ég hef enga skoðun á þessu!!! og tala um eitthvað annað.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband